Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox mun á nýjan leik spila með KR annað kvöld þegar að liðið heimsækir Stjörnuna í Ásgarð. Kristófer fór eftir EuroBasket ævintýri íslenska landsliðsins til Filipseyja, þar sem hann spilaði með Star Hotshots síðustu leiki tímabils þar ytra og í úrslitakeppni. Samkvæmt heimildum er Kristófer kominn heim til að spila restina af tímbilinu með KR og mun hann, eins og staðan er, ekki vera á leiðinni aftur út.

 

KR mætir Stjörnunni í Ásgarði annað kvöld kl. 20:00 og mun leikurinn verða í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.