Skallagrímur sigraði Njarðvík í fyrstu umferð en Snæfell tapaði gegn Keflavík. Liðunum er spáð svipuðu gengi í vetur. 

Byrjunarlið Snæfells:  Andrea, Berglind-fyrirliði, Kristen, María og Rebekka.

Byrjunarlið Skallagríms: Sigrún, Guðrún-fyrirliði, Carmen, Jóhanna og Fanney.

Dómarar leiksins eru frábærir: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson og Jóhannes Páll Friðriksson.

Tíðindi úr herbúðum Skallagríms eru þær að Pálmi Þór Sævarsson er komin á skýrslu sem aðstoðarþjálfari. Tekur sig gríðarlega vel út!! 

En aðalþjálfari Skallagríms tekur út leikbann. Situr hann því upp í stúku við hlið Imbu Hargrave og Þórðar Hávaða.

 

1.leikhluti

Kristen opnar leikinn með djúpum þristi. Skalla stelur eru ekki að finna taktinn og eru að tapa of mörgum boltum. Rebekka kemur Snæfell í 0-6.

Skallagrímur virðist ekki geta keypt sér körfu og Snæfell gengur á lagið. Kristen kemur stöðunni upp í 0-10 en Sigrún setur fyrstu stig Skallagríms af vítalínunni, 1-10.

Carmen fann loks körfuna og virtist sem Skallagrímur komst á bragðið. Snæfell fór að tapa mörgum botum og hættu að hitta. Staða allt í einu 12-12 og komin stemming í húsið. Sigrún lokaði leikhlutanum með fögru gegnumbroti. Staðan eftir 1.leikhluta 14-12. Carmen og Sigrún báðar með 6 stig fyrir Skallagrím og Kristen með 7 stig fyrir Snæfell.

 

2.leikhluti

Bríet Lilja opnar leikhlutan fyrir Skallagrím með sniðugu sniðskoti. Rebekka svara með huggulegu sniðskoti og Kristen jafnar í 16-16.

Meiri barningur byrjaði nú og var baráttan til fyrirmyndar.  Sigrún fékk sýna 3 villu þegar að 3 mín voru eftir af leikhlutanum og tók Cher sæti.

Bæði lið byrjuðu að spila svæði og byrjaði að myndast meiri stemming í Fjósinu. Skallagrímur endaði leikhlutan á rosa sprett. Carmen fékk síðan sýna þriðju villu rétt fyrir lok leikhlutans. Sigrún og Carmen báðar með 3 villur. 

Carmen með 16 stig-8 frák og Sigrún með 6 stig og 4 frák fyrir Skallagrím.

Kristen með 16 stig-8 frák og Rebekka með 7 stig-3 frák fyrir Snæfell.

 

3.leikhluti.

Berglind opnar leikhlutan með gegnumbroti og geggjuðu sniðskoti en Carmen fær sína 4 villu eftir 45 sek. Liðin fóru að skiptast á körfum. Mikil hiti komin í leikinn og staðan 42-40 Skallagrím í vil. Kristen snögg hitnaði og Sigrún einnig. Barningurinn hélt áfram og hitin i húsinu orðin svaðalegur. Kristen hennti í einn frá Berugötu og Sara setti eitt sniðskot, staðan 52-57 og Skallagrímur tekur leikhlé. Bríet Lilja hendir svo í spjaldið ofaní en Sara svarar með flautu þrist og klárast leikhlutinn 55-60.

 

4.leikhluti.

Kristen opnar 4.leikhlutan og er komin með 35 stig. Kristen skellir niður skoti og fær víti að auki. Breytir stöðunni í 55-65. Jóhann skellir Skallagrím á blað 57-65 og Sigrún hendir einum þrist niður, 60-65. Liðin skiptast á stódum skotum og Rebekka smellir þrist niður og staðan 62-70.

Carmen setur niður sína fyrstu körfu í seinnhálfleik og við það vaknar Fjósið. En þá viriðist koma lok á báðar körfurnar. Engin hitni og tapaðir boltar. En þá vaknar Kristen. Hún setur tvær risa þriggjastiga körfur og kemur stöðunni í 69-78 og 2 min eftir. Skallagrímur tekur leikhlé. Carmen fær sína 5 villu þegar ein mínuta er eftir og Kristen skellir Cher í 53 stig!!!

Snæfells sigur í grannaleik. 73-84.

 

Helstu tölfræði punktar: 

Skallagrímur: Jóhanna 12 stig-10 fráköst, Sigrún 20 stig-8 fráköst og Carmen með 25 stig-12 fráköst.

Snæfell: Rebekka 15 stig-5 fráköst-5 stoð, Kristen 53 stig-14 fráköst-4 stoð og 3 stolna.

 

Þáttaskil:

Í byrjun þriðja leikhluta fær Carmen sína 4 villu eftir 45 sek. Við það riðlast leikur heimakvenna og Snæfell kemst í gang.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

Snæfell vinnur frákastabaráttuna, með fleiri stoðsendingar og er með færri tapaða bolta.

 

Hetjan:

Kristen Gunnarsdóttir McCarthy. Var geggjuð!! 53 stig-14 fráköst-4 stoð og 3 stolna.

 

Kjarninn:

Snæfell komst í gír í þriðja leikhluta og gengu á lagið. Hittu úr opnum skotum og var meira jafnvægi í leik þeirra.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Væntanlegt)

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson