Í kvöld hefst Dominos deild kvenna með fjórum leikjum. Hin eftirminnilega Kristen Denise McCarthy sem lék einnig með Snæfell 2014-2015 er aftur kominn í Stykkishólm eftir tveggja ára fjarveru og ætlar sér stóra hluti. 

Kristen skoraði 28.2 stig í leik, reif niður 12.8 fráköst og gaf 3.2 stoðsendingar í leik síðast þegar hún var í deildinni og því gríðarlega öflugur leikmaður. Auk þess er hún mikilvæg fyrir klefa Snæfels og hefur haldið góðu sambandi við liðið og leikmenn þess síðan hún var hér síðast. 

 

Eitt af vinsælustu myndböndum Karfan.is frá upphafi á Youtube er þegar Kristen tók Friðrik Dór á þetta og söng "Síðasta skipti" eftirminnilega. Þetta gerði hún fyrir blaðamann Karfan.is eftir að Snæfell hafði lyft Íslandsmeistaratitlinum 2015.

 

Uppátækið og myndbandið stórkostlegt og við hæfi að rifja það upp í dag er hún fer á parketið aftur í Snæfelsbúning er liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi.