Karfan fór í smá leiðangur með að útbúa spá sína fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Meðal þeirra sem fengu atkvæðisrétt voru þeir sem starfa fyrir Körfuna ásamt nokkrum vel völdum málsmetandi aðilum, en deildin rúllar af stað á fimmtudaginn með fjórum leikjum.

 

Spá Körfunnar á síðasta tímabili var gerð með sama sniði. Þar voru nokkrir hlutir sem að gengu eftir, KR vann deildina, Stjarnan varð í öðru og nýliðar Þórs Akureyri komust inn í úrslitakeppnina. Kannski það helsta sem var ekki séð fyrir síðasta tímabil var gott gengi Grindavíkur og slæmt gengi Njarðvíkur.

 

Þetta árið virðast niðurstöður ekki sýna neinar svakalegar breytingar frá síðasta tímabili. KR er ennþá besta liðið á landinu samkvæmt þessu, en bæði Tindastóll og Grindavík munu fylgja þeim fast á eftir þetta tímabilið. Nokkuð langt er svo bæði í og frá Stjörnunni í fjórða sætinu.

 

Í fimmta til sjöunda sæti eru (í þessari röð) Keflavík, Njarðvík og Þór, en samkvæmt niðurstöðu er ekki mikill munur á þessum liðum. Stærsta bil könnunarinnar er svo niður í sjöunda og áttunda sætið, þar sem að ÍR og Haukar eru og samkvæmt þessu mun baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verða á milli þeirra.

 

Við botninn eru svo Valur, Þór Akureyri og Höttur, en gangi þetta upp, má gera ráð fyrir að það verði á milli þeirra að reyna að vinna sig frá falli.

 

Dominos deild karla 17/18:

1. KR – 11.73 stig

2. Tindastóll – 10.48 stig

3. Grindavík – 9.55 stig

4. Stjarnan – 8.61 stig

5. Keflavík – 7.61 stig

6. Njarðvík – 7.18 stig

7. Þór – 7.03 stig

8. ÍR – 4.97 stig

9. Haukar – 4.52 stig

10. Valur – 2.48 stig

11. Þór Akureyri – 1.97 stig

12. Höttur – 1.91 stig

 

 

Eins og kom fram voru það þeir sem að starfa fyrir Körfuna sem að stóðu að þessari spá ásamt öðrum málsmetandi aðilum s.s. þjálfurum, fyrrum leikmönnum, leikmönnum íslensku landsliðanna og fleirum. Í heildina voru það 33 sem að tóku þátt í könnuninni.