Það var merkisdagur á Hvammstanga í dag er Íslands- og bikarmeistarar KR komu í heimsókn og léku við heimamenn í Kormáki í 32. liða úrslitum Maltbikarsins. Tilefnið var nýtt til þess að vígja nýtt gólf á íþróttahúsinu á Hvammstanga og var mikið um dýrðir. 

 

Kormáki tókst þó ekki að nýta sér nýja gólfið til að stríða KRingum í þessum leik en KR vann mjög öruggan sigur þar sem Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur með 24 stig. Karfan.is óskar Kormáki til hamingju með nýja gólfið. 

 

Þrír aðrir leikir fóru fram og er óhætt að segja að lítil spenna hafi verið í þeim. Úrvalsdeildarfélögin Njarðvík og Valur fóru örugglega áfram gegn liðum sem leika í 2. deild. KR B gerði þá góða ferð til Ísafjarðar. 

 

 

Maltbikarinn: 

 

Kormákur 34-135 KR

ÍB 68-103 Valur

Leiknir R 66-109 Njarðvík

Vestri B 72-91 KR B