Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New York Knicks höfðu góðan 114-95 sigur á Cleveland Cavaliers og þá hafði Detroit Pistons 115-107 sigur gegn Golden State Warriors.

Avery Bradley var stigahæstur í sigurliði Pistons gegn Warriors með 23 stig og 3 stolna bolta og Andre Drummond bætti við 8 stigum og 18 fráköstum. Hjá Warriors var þrusuþríeykið með glás af stigum en það dugði ekki til í nótt, Durant með 28, Klay með 29 og Curry með 27 í þrennudaðri þar sem hann var aukareitis með 6 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tim Hardaway Jr. og Kristapas Porzingis leiddu New York áfram til sigurs gegn Cavs í nótt. Hardaway Jr. með 34 stig og 8 stoðsendingar og Porzingis bætti við 32 stigum og 12 fráköstum.

Önnur úrslit næturinnar:

Sacramento 83-110 Washington
Charlotte 120-113 Orlando
Brooklyn 111-124 Denver
Indiana 97-94 San Antonio
Atlanta 106-117 Milwaukee