Fimmta umferð Dominos deildar kvenna fór af stað um helgina með sigri Stjörnunnar á Snæfelli í Stykkishólmi. Í kvöld mun umferðin svo klárast með þremur leikjum. Áhugaverðastur leikja hlýtur að telja viðureign Keflavíkur og Skallagríms í TM Höllinni. Þarna eru á ferðinni liðin sem mættust í úrslitaleik Maltbikarkeppni síðasta tímabils og í undanúrslitum Íslandsmótsins. Nokkuð brösugt gengi hjá báðum liðum það sem af er tímabili og bæði vilja þau líklegast ná sér almennilega í gang með sigri í kvöld.
Hvort liðið vinnur viðureign 5. umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) October 25, 2017
Leikir dagsins
Dominos deild kvenna:
Breiðablik Haukar – kl. 19:15
Valur Njarðvík – kl. 19:15
Keflavík Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport