Fyrstu umferð Dominos deildar kvenna lauk nú fyrir stundu þar sem liðin sem spáð var efstu fjórum sætunum unnu öll sína leiki. Allir leikir voru tiltölulega jafnir og ekkert lið stakk af sem gefur fögur fyrirheit um að spennandi deildarkeppni sé framundan. 

 

Öll úrslitin má finna hér að neðan og verður nánar fjallað um leikina á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

Úrslit kvöldsins:

 

Valur 87-63 Breiðablik

Snæfell 63-77 Keflavík 

Njarðvík 66-84 Skallagrímur

Haukar 73-66 Stjarnan