Karfan fór í smá leiðangur með að útbúa spá sína fyrir komandi tímabil í Dominos deild kvenna. Meðal þeirra sem fengu atkvæðisrétt voru þeir sem starfa fyrir Körfuna ásamt nokkrum vel völdum málsmetandi aðilum, en deildin rúllar af stað á miðvikudaginn með heilli umferð.

 

Karfan gerði eins spá í fyrra, þar sem að nokkuð mikið stóðst eftir. Þar sem að Snæfell sigruðu deildina og bæði Keflavík og Skallagrímur voru í undanúrslitunum. Spáin sá þó ekki fyrir það að Grindavík myndi falla, en í henni var gert ráð fyrir að þær yrðu í þriðja sæti deildarkeppninnar.

 

Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Íslands og bikarmeistarar Keflavíkur fái lang flest atkvæðin í fyrsta sæti þessarar könnunnar. Nokkuð á eftir þeim kemur svo Snæfell og Skallagrímur í sætum tvö og þrjú. Nokkuð afgerandi niðurstaða fyrir öll þessi lið í sínum sætum.

 

Í fjórða og fimmta sætinu eru Haukar og Valur, ekki er mikill munur milli þeirra í niðurstöðunni, því má áætla að haldið sé að þessi tvö lið muni bítast um síðasta sæti undanúrslitanna fram til síðustu leikja.

 

Haldið er að Stjarnan sigli nokkuð lignan sjó í sjötta sætinu, en bæði er langt fyrir þær í sæti fyrir ofan, sem og neðan samkvæmt þessari spá.

 

Fallbaráttan mun verða á milli Njarðvíkur og nýliða Breiðabliks. Litlu munar á liðunum samkvæmt niðurstöðu, en þau fá lang flest atkvæðin í neðstu tvö sætin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dominos deild kvenna 17/18:

1. Keflavík – 7.73 stig

2. Snæfell 6.42 stig

3. Skallagrímur 5.84 stig

4. Haukar 4.77 stig

5. Valur 4.23 stig

6. Stjarnan 3.19 stig

7. Njarðvík 2.08 stig

8. Breiðablik 1.81 stig

 

 

 

Eins og kom fram voru það þeir sem að starfa fyrir Körfuna sem að stóðu að þessari spá ásamt öðrum málsmetandi aðilum s.s. þjálfurum, fyrrum leikmönnum, leikmönnum íslensku landsliðanna og fleirum. Í heildina voru það 26 sem að tóku þátt í könnuninni.