Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en fljótlega fór Keflavík að slíta sig frá Borgnesingum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-20 fyrir Keflavík en í hálfleik var staðan 48-34. Keflavík spilaði sína þekktu  ágengu vörn sem Skallagrímur leysti engan vegin. 

 

Carmen Tyson-Thomas var stigahæst hjá Skallagrím en tók nærri helming allra skota liðsins á meðan Sigrún Sjöfn einn besti leikmaður síðasta tímabils var með eingöngu þrjú skot. Írena Sól átti frábæra innkomu fyrir Keflavík og setti þrjár þrigga stiga körfur í óðrum leikhluta.  

 

Keflavík hélt áfram að auka forystu sína í seinni hálfleik. Richi Gonzáles ákvað að taka Finn Frey sér til fyrirmyndar og fá tvær tæknivillur í röð fyrir kjaftbrúk og var fyrir vikið hent úr húsi. Richi tók svo sinn tíma til að fara útaf eftir villurnar og bjó til mikinn sirkus í kringum þetta. 

 

Leikurinn var nánast búinn í hálfleik. Keflavík hélt áfram í fjórða leikhluta að auka muninn en leikur Skallagríms snerist að mestu útá einstaklingsframtak og ekkert gekk. Lokastaðan 93-73 og Keflavík því meistari meistaranna 2017. Meistaraflokkur kvenna hjá Keflavík er því handhafi allra bikara KKÍ þessa stundina. 

 

Myndir og viðtöl úr leiknum koma inn síðar í kvöld.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn