Leikmaður Davidson, Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var í dag útnefndur í fyrsta úrvalslið annars árs nema í Atlantic 10 deild bandaríska háskólaboltans af veftímaritinu A10 Talk. Í útskýringu fyrir valinu er sagt að á síðasta ári hafi Jón sýnt það að hann gæti skorað, sem og að enginn af nýliðum síðasta tímabils hafi verið jafn skilvirkur.

 

Enn frekar er sagt að þjálfari liðsins, Bob McKillop, segi að leikmaðurinn hafi bætt sig mikið.

 

Með Jóni á listanum eru De’Monte Buckingham frá Richmond, Mike Lewis II frá Duquesne, Charlie Brown frá Saint Joseph’s og Isaac Vann frá VCU, en listann má sjá í heild hér.