Hinn efnilegi Jón Arnór Sverrisson leikmaður Njarðvíkinga hefur óskað lausnar undan samningni frá félaginu. Jón Arnór er uppalinn Njarðvíkingur og hefur spilað allan sinn feril í Ljónagrfyjunni.  Ástæða þess að Jón Arnór óskar lausnar er sú að hann vilji stærri hlutverk eða með öðrum orðum spila meira enn hann geri nú hjá Njarðvíkingum. Jón Arnór er 19 ára bakvörður sem fram að þessu hefur fengið lítið að spila með liðinu.

 

"Það er vissulega eftirsjá að Jóni enda drengur góður og mikið efni á ferðinni. Jón mætti til æfinga um miðjan september með liðinu en hann stundaði knattspyrnu í allt sumar og því aðeins á eftir öðrum leikmönnum að mínu mati. Ég hefði viljað sjá hann sýna þessu aðeins meiri þolinmæði þar sem tímabilið er langt og margt getur gerst. Þar sem við stefnum hátt hefði ég viljað halda honum en ég virði ákvörðun hans.  Ég óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi." sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is

 

Stjórn Njarðvíkinga gaf út yfirlýsingu þar sem þeir harma þessa ákvörðun Jóns en virða hana að sama skapi og minna á að endurkoma hans heim í Ljónagryfjuna sé alltaf opin. 

 

Yfirlýsing Kkd. UMFN: 
Jón Arnór Sverrisson leikmaður mfl. karla hefur komið að orði við stjórn og óskað þess að losna undan samningi við félagið. Stjórn hefur orðið við beiðni Jóns og mun hann því halda á önnur mið.  Jón Arnór er uppalinn Njarðvíkingur og vissulega eftirsjá af honum.  Ástæða þess að Jón vill lausnar samnings er sú að hann vill fá fleiri tækifæri og stærra hlutverk á vellinum.  Jón Arnór er fjölhæfur íþróttamaður og stundaði t.a.m. knattspyrnu allt síðasta sumar og ítrekar stjórn eftirsjá sína af honum en um leið óskum við Jóni velfarnaðar á nýjum vettvangi.  Um leið þökkum við Jóni allt sem hann hefur áorkað með klúbbnum minnum við á að faðmur Ljónagryfjunar er ávallt opin endurkomu heim.