Samkvæmt frétt mbl.is verður leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson, frá í um einn og hálfan mánuð, en hann meiddist á nára í úrslitaleik meistarakeppninnar gegn Þór síðastliðna helgi. Mun leikmaðurinn hafa farið í myndatöku í gær, en segir hann að slitnað hafi sina­festa við líf­beinið og taki það þennan tíma að jafna sig.

 

Jón meiddist upphaflega í nára snemma í undirbúningi Íslands fyrir EuroBasket 2017 í sumar og tók þar af leiðandi ekki þátt í æfingaleikjum liðsins fyrir mótið í ágúst. 

 

Bæði er þetta áhyggjuefni fyrir Íslandsmeistara KR, sem og íslenska landsliðið, sem hefur leik í undankeppni heimsmeistramótsins í lok nóvember.