Ívar Ásgrímsson var ánægður með að endurheimta Kára Jónsson sem í dag var kynntur sem leikmaður Hauka í Dominos deild karla. Kári snýr þar aftur á heimahagana en hann er uppalinn þar og lék í Hafnarfirði áður en hann ákvað að semja við Drexel háskólann fyrir rúmu ári og hefur leikið þar síðan. 

 

Kári ákvað um helgina að snúa aftur til Ísland og leika þar. Mörg lið voru á eftir honum en valdi hann að lokum Hauka sem hann segir hafa verið efsta á sínum lista. Kári samdi til loka þessa tímabils við Hafnarfjarðarfélagið. 

 

Karfan.is ræddi við Ívar Ásgrímsson þjálfara Hauka rétt eftir að Kári hafði skrifað undir samninginn við Hauka í hádeginu í dag. Viðtalið má finna í heild sinni hér að neðan: