FIBA gaf í dag út styrkleikalista sinn. Listinn er tekinn saman eftir að allar álfurnar kláruðu sínar keppnir nú í haust, en eins og flestir vita þá fór Ísland alla leið á lokamót Evrópuhlutans. Liðin geta safnað stigum fyrir þennan lista á margvíslegan hátt, en kjósi fólk að kynna sér það eitthvað frekar þá er hægt að gera það í þessu skjali hér.

 

Fátt kemur á óvart í efstu tíu sætum listans. Staða fjögurra eftsu liða óbreytt, þar sem að Bandaríkin eru efst, Spánn í öðru, Serbía í því þriðja og Frakkland í fjórða.

 

Slóvenía er hástökkvari efstu tíu liðanna, en eftir sigur þeirra á lokamóti EuroBasket fara þeir upp um fimm sæti og í það sjöunda. Sæti neðar, í því áttunda, er Króatía, upp um þrjú sæti.

 

Ísland er í 47. sæti og fer upp um 37 sæti á listanum. Er með Svartfjallalandi það land sem sem stekkur næst mest upp á listanum. Aðeins Holland fer hærra á milli lista, en þeir fara upp um 38 sæti og eru sæti fyrir ofan Ísland í því 46.

 

Efstu 10:

1. Bandaríkin

2. Spánn

3. Serbía

4. Frakkland

5. Argentína

6. Litháen

7. Slóvenía

8. Króatía

9. Ástralía

10. Brasilía

47. Ísland

 

 

Listann má sjá í heild hér