Fyrsta umferð Dominos deildar karla hófst í kvöld með fjórum leikjum. Óhætt er að segja að spennan hafi verið til staðar í nokkrum leikjum kvöldsins þar sem tveir leikir unnust örugglega en hinir tveir voru spennandi allt fram í lokin.

 

Nýliðarnir náðu ekki í sigur í fyrsta leik en Höttur tók á móti Stjörnunni þar sem gestirnir unnu ansi öruggan sigur. Valur fór til Keflavíkur þar sem liðið tapaði gegn heimamönnum. KR vann góðan sigur á Njarðvík en á Sauðárkróki voru heldur betur óvænt úrslit er ÍR var í heimsókn. Breiðhyltingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Tindastól í Síkinu.

 

Nánari umfjöllun og viðtöl úr leikjum kvöldsins koma á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

Úrslit kvöldsins:

 

KR 87-76 Njarðvík

Tindastóll 71-74 ÍR

Höttur 66-92 Stjarnan

Keflavík 117-86 Valur