ÍR-ingar sigruðu sinn níunda heimaleik í deildarkeppni Domino’s deildarinnar í röð í kvöld með naumum sigri á Njarðvík í Hertz hellinum í kvöld, 82-79.

 

Þáttaskil

ÍR-ingar foru inn í fjórða hluta með 9 stiga forystu sem á ekki að þýða neina afslöppun fyrir neitt lið því margt getur gerst á 10 mínútum og þá sérstaklega gegn liði sem getur hitnað snögglega eins og Njarðvík.  Það var nákvæmlega það sem gerðist. Eini ÍR-ingurinn í Njarðvík, Vilhjálmur Theódór setti þrist strax í upphafi og skömmu síðar fylgdu nokkrir aðrir í kjölfarið. Logi Gunnarsson kom Njarðvík svo yfir með þrist á fjórðu mínútu. Liðin skiptust þá á höggum þar til lokið hrökka af körfunni hjá ÍR og Mattías Orri og Kristinn Marínósson skoruðu 10 síðstu stig liðsin og innsigluðu sigurinn.

 

 

Tölfræðin lýgur ekki

ÍR skoraði 18 stig eftir tapaða bolta hjá Njarðvík en tapaði alls 14 slíkum í leiknum. Njarðvík gekk hins vegar vel að skora eftir sóknarfrákast og sallaði niður 16 stigum í þeim sóknum sem það fékk annað tækifæri. Mestu munar um 4 sóknarfráköst frá Ragga Nat þar.

 

 

Hetjan

Matthías Orri er kóngurinn í Breiðholtinu þessa dagana. Hann setti 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og tapaði aðeins einum bolta á 37 mínútum í leiknum. Frábær frammistaða hjá honum en hann skaut einnig 10/17 í leiknum.

 

 

Kjarninn

ÍR-ingar halda áfram að gera lítið úr hrakspámönnum sem margir hverjir settu liðið annað hvort í fallsæti eða utan úrslitakeppninnar. Liðið deilir nú efsta sætinu með KR og Keflavík eftir fjóra leiki með þrjá sigra og eitt tap.

 

 

Tölfræði leiksins.

Myndasafn:  Þorsteinn Eyþórsson