Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka eftir sigur gegn Keflavík

 

Hvað vann leikinn í dag?

Mér fannst við bara, við vorum lentar einhverjum 15-16 stigum undir og við náðum að þjappa okkur saman og komum með smá meira intensity í vörnina og á sama tíma fengum við meira og betra flæði í sókninni og leikmenn bara stigu upp, loksins.

Þið settuð pressu á fullan völl á Keflavík í fjórða leikhluta, hvað varstu að hugsa með þá ákvörðun?

Mér fannst okkur bara vanta eitthvað nýtt, fá meira intensity í vörnina og reyna aðeins að hrófla við þeim og láta þær fara að hugsa. Þetta var orðið kannski fullþægilegt fyrir þær og við ákváðum að prófa þetta og það virkaði.

Næsti leikur ykkar er við Skallagrím í Borgarnesi, hvernig líst þér á þann útileik? Þið töpuðuð síðasta.

Já, mér líst vel á það. Skallagrímur er með hörkulið en við erum líka með hörkulið og ef við mætum tilbúnar þá getum við verið þrusugóðar. Við vorum alls ekki tilbúnar í seinasta leik og við vorum lengi í gang núna en samt sem áður allt annað heldur en síðast. Mér líst vel á Borgarnes.

Að lokum: Ertu búinn að kjósa?

Að sjálfsögðu er ég búinn að kjósa. Ég kaus rétt!