Í þessu sérstaka auka-podcasti ræðir Helgi Hrafn við þær Danielle Rodriguez (kölluð Dani) og Alexandra Petersen (kölluð Lexi). Þær búa saman en spila fyrir tvö topplið úrvalsdeildar kvenna, Stjörnuna og Val, sem mætast einmitt næsta miðvikudag í Valsheimilinu kl.19:15 (og verður í beinni á Stöð 2 Sport). Þær segja frá því hvernig þær kynntust og hvernig þær urðu atvinnumenn á Íslandi, þær ræða stöðuna í Domino‘s deild kvenna og hvernig þær búa sig undir leiki.

 

Munurinn á kvenna og karlakörfubolta er til umræðu ásamt þjálfun kynjanna og þær meta kosti og galla karlkyns og kvenkyns þjálfara. Liðsfélagar eru ræddir aðeins og þær spá í spilin fyrir leikinn 1. nóvember. Sambúð þeirra ber á góma og við ræðum hve erfitt er að komast upp úr erfiðum meiðslum. Að lokum tölum við um fjölskyldur þeirra og þær senda skilaboð út til körfuboltamanna á Íslandi.
 

Gestir þáttarins: Danielle Rodriguez og Alexandra Petersen.
Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

Efnisyfirlit:

0:30 – Hvernig kynntust þær Dani og Lexi? Hvernig komust þær í Domino‘s deildina?
10:20 – Hver er staðan í deildinni og hvernig búa þær sig undir leiki?
21:00 – Munurinn á kynjunum í körfubolta og í víðara samhengi
30:00 – Geta stelpur keppt á móti strákum?
33:30 – Styrkleikar þeirra frá sjónarhorni hinnar og liðsfélagar ræddir
41:50 – Leikurinn 1. nóvember ræddur og sambúðin skoðuð
47:00 – Liðin í deildinni, hverjar eru sterkar og erfiðar viðureignar?
51:45 – Framtíðin, fortíðin og fjölskylduaðstæður beggja
1:09:25 – Hvor er betri í körfubolta og lokaskilaboð til körfuboltafólks á Íslandi?

Bloggsíða Dani
Bloggsíða Lexi
Twitter Dani
Twitter Lexi