Í dag fara fram úrslitaleikir um meistara meistaranna, þar sem að Íslands og bikarmeistrar síðasta tímabils mætast. Bæði í kvenna og karlaflokk voru það þó sömu liðin sem unnu báða þessa titla, svo að í dag mæta liðin, Keflavík og KR, þeim liðum sem þau léku gegn í úrslitaleikjum Maltbikarkeppninnar, Skallagrím og Þór.

 

Í fyrra voru það Snæfell kvennamegin og Þór karlamegin sem að unnu þessa keppni.

 

Leikirnir fara fram kl. 17:00 og 19:15 í TM Höllinni í Keflavík og bæði verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu Stöð 2 Sport, sem og verður lifandi tölfræði inni á vef KKÍ.

 

Þá mun Fjölnir taka á móti ÍR í fyrstu umferð 1. deildar kvenna kl. 18:00. 

 

Könnun:

 

 

 

Meistarakeppni karla:

17:00  KR – Þór í Keflavík í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

Meistarakeppni kvenna:

19:15 Keflavík – Skallagrímur í Keflavík í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

1. deild kvenna:

18:00 Fjölnir – ÍR í Grafarvogi