Stefan Bonneau hin stórskemmtilegi fyrrum bakvörður Njarðvíkinga er komin á stjá aftur og spilar nú í Kýpur.  Bonneau eins og flestir vita átti stórkostlegt tímabil með Njarðvíkingum áður en að hann hóf annað tímabil sitt sem var hrein martröð.  Þar sleit Bonneau báðar hásinar og náði sér á met tíma á ótrúlegan hátt.  Bonneau endaði svo tímabilið sitt í fyrra í Danmörku þar sem hann spilaði fyrir Kanínunar hans Arnars Guðjónssonar. 

"Síðasti leikur áður en ég kom hingað til Kýpur var í Danmörku og svo var ég að spila í sumardeildum í Ameríku núna í sumar ásamt því að æfa vel. Mér leið vel í Danmörku og var að spila ágætlega með frábærum liðsfélögum og þjálfara. Ég hef lagt mikið á mig að koma mér aftur í það stand sem ég er í dag." sagði Bonneau í viðtali við Karfan.is  Bonneau var eins og flestir vita ótrúlegur leikmaður og gat tekið heilu leikina yfir með góðri hittni og sprengikrafti sínum að körfunni. 

"Eins og ég sagði þá hef ég unnið með gríðarlega flottum fagmönnum í allt sumar. Þetta eru menn mér nánir sem vita hversu mikið mig langar að komast aftur í boltann í Evrópu. Í dag er ástand mitt bara mjög flott." sagði Bonneau. 

Stefan Bonneau hefur ekki gleymt dvöl sinni á Íslandi og þrátt fyrir allt sem hér gerðist þá saknar hann lands og þjóð. "Mér leið gríðarlega vel hjá Njarðvík og á Íslandi og ég myndi glaður vilja koma aftur. Samningur minn núna hér á Kýpur er þannig að ég get farið ef ég fæ betra tilboð. Það myndi ekki breyta hvort það væri úrvalsdeild eða 1.deild á Íslandi ég myndi skoða allt sem í boði væri." sagði Bonneau.