NBA deildin rúllaði af stað með tveimur leikjum í nótt. Í þeim fyrri sigruðu Cleveland Cavaliers lið Boston Celtics, í þeim seinni töpuðu meistarar Golden State Warriors fyrir Houston Rockets. Báðir voru leikirnir nokkuð spennandi. en samanlagt unnist þeir með aðeins fjórum stigum.

 

Stærsta frétt næturinnar kom eftir aðeins fimm mínútna leik í Cleveland. Þegar að nýr leikmaður Boston Celtics, stjörnuleikmaðurinn Gordon Hayward ökklabrotnaði. Celtics verið duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar, bættu við sig Kyrie Irving, nýliðanum Jayson Tatum og Gordon Hayward. Ekkert verið gefið út með hversu lengi kappinn verður að jafna sig, en ljóst er að miklar vonir stuðningsmanna liðsins fóru út um gluggann við þetta. 

 

Hayward lendir illa:

 

Úrslit næturinnar:

 

Boston Celtics 99 – 102 Cleveland Cavaliers

Houston Rockets 122 – 121 Golden State Warriors