Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Houston Rockets

 

Heimavöllur: Toyota Center

Þjálfari: Mike D’Antoni

 

Helstu komur: Chris Paul, PJ Tucker, Luc Mbah A Moute.

Helstu brottfarir: Lou Williams, Patrick Beverley.

 

 

Houston Rockets unnu 55 leiki í fyrra en voru ekki sáttur og sóttu einn allra besta leikstjórnanda deildarinnar til Clippers, Chris Paul. Það verður verulega áhugavert að sjá hvernig Houston munu spila þeim 2 saman en D’Antoni hefur gefið út að annað hvor þeirra verði á vellinum allann leikinn. Til viðbótar sóttu þeir Moute og Tucker sem eru frábærir varnarmenn eins og Paul svo að varnarleikurinn ætti að verða betri en í fyrra. Virkilega spennandi vetur framundan í Houston sem eru líklegasta lið deildarinnar til þess að standa í Warriors eins og sakir standa.

 

Styrkleikar liðsins eru frábærir bakverðir. James Harden og Chris Paul eru báðir topp 10 leikmenn í deildinni og með annan þeirra inni á vellinum er nokkuð bókað að það sé spilaður afburða sóknarleikur, ef allt smellur gætum við verið að sjá eitt besta bakvarðapar sögunnar. Eric Gorden er nýkjörinn 6ti maður ársins og Ryan Anderson getur aldeilis skotið boltanum, rétt eins og næstum allir aðrir leikmenn liðsins. Mike D’antoni er ekki þekktur fyrir annað en góðann sóknarleik.

 

Rétt eins og í fyrra þá gæti varnarleikurinn orðið vandamál, en ef sóknin er eins góð og vonir standa til verður það allt í lagi. Chris Paul er einnig þekktur fyrir að meiðast á versta tíma og það á við um fleiri leikmenn liðsins.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Chris Paul
James Harden
Trevor Ariza
Ryan Anderson
Clint Capela

 

 

Fylgstu með: James Harden. Harden var með ofboðslega flotta tölfræði í fyrra og er einn besti sóknarmaður síðustu ára.

Gamlinginn: Nene (35) sýndi í úrslitakeppninni að lengi lifir í gömlum glæðum

 

 

Spáin: 59–23 – 2. sæti   

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7. Portland Trailblazers

6. Denver Nuggets

5. Minnesota Timberwolves

4. Oklahoma City Thunder

3. San Antonio Spurs

2. Houston Rockets

1.