Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn fyrsta leik fyrir Astana í morgun er liðið hóf leik í VTB United League þar sem bestu liðin úr Austur- og Norður Evrópu keppa innbyrgðis. Þar eru lið frá Rússlandi, Kasakstan, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi og Lettlandi.

 

Andstæðingar Astana voru ekki að verri endanum í dag en liðið mætti CSKA Moscow. Liðið hefur orðið Rússneskur meistari 24 sinnum og sjö sinnum unnið evrópukeppnina. Nú síðast endaði liðið í þriðja sæti Euroleague og ætlar sér að gera atlögu að titlinum aftur. 

 

CSKA náði strax 25-5 foyrstu í leiknum gegn Astana og aftur var ekki snúið. Liðið leiddi allan leikinn  þar sem hinn magnaði Nando De Colo fór fyrir liðinu en hann fór einnig illa með Íslenska landsliðið á Eurobasket í sumar. Lokastaðan var 92-72 fyrir CSKA í dag. 

 

Hörður Axel lék rúmlega 18 mínútur í leiknum og var með þrjár stoðsendingar. Ljóst er að lið Harðar Astana leikur gegn mörgum sterkum liðum á tímabilinu og því um sterkt lið að ræða. Astana mætir rússneska liðinu Zenit frá Pétursborg í United League næstu helgi. 

 

Helstu tilþrifin úr leiknum má finna hér að neðan: