Þór tekur á móti Hetti heima á Akureyri í fjórðu umferð Dominos deildar karla kl. 19:15 í kvöld. Hvorugu liðinu spáð neitt sérstaklega góðu gengi í vetur og því mætti hæglega gera því í skóna að þarna væri á ferðinni mögulegur slagur um áframhaldandi sæti í deildinni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Þór Tv, en hér fyrir neðan má sjá viðtöl við leikmann Þórs, Hreiðar Bjarka Vilhjálmsson og bróðir hans þjálfarann, Hjalta Þór Vilhjálmsson um viðureign kvöldsins.

 

Hérna má lesa umfjöllun Þór Sport um leikinn

Hér má sjá aðra leiki kvöldsins