Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Þórs Ak var í viðtali við Karfan.is eftir tap gegn Haukum á útivelli en Þórsarar leiddu nánast allan leikinn. 

 

Þrátt fyrir súrt tap þá hafið þið svo sem á einhverju jákvæðu að byggja eftir leikinn, fyrstu þrír fjórðungarnir voru amk. flottir.

Jájá, við vorum tíu stigum yfir nánast allan leikinn og mér finnst við í rauninni hafa takið á leiknum og vera með þá sérstaklega varnarlega hjá okkur. Við vorum mjög sprækir. En sóknarlega vorum við svolítið ragir, sérstaklega í fjórða, hættum að láta vaða.

 

Það vill stundum vera þannig að þegar á reynir í lokin í jöfnum leik að þá sjást gæði liða fyrir alvöru. Það er kannski áhyggjuefni hvernig leikurinn þróast fyrir ykkur í fjórða?

Ég er alveg ósammála þér með það. Ég er með góðan mannskap í höndunum. Við erum ungir og rosalega hæfileikaríkir og þurfum að læra ýmislegt. Meðalaldurinn er 20 ár og við erum að verða betri. Við munum bæta okkur meira en hin liðin í vetur, ég get lofað þér því. Að tapa hérna fyrir Haukum í lokin með 8 stigum, við með leikinn í rauninni allan tímann, það sýnir að það er eitthvað varið í okkur.

 

Það vantar ekki trúna í þig, en ég hafði það á tilfinningunni eftir að Haukar ná sínum spretti og komast yfir að þið mynduð aldrei ná að svara almennilega og koma ykkur aftur yfir.

Já ég hafði ekki þá tilfinningu, engan veginn. Ég hef trú á þessu liði og við ætlum okkur góða hluti í vetur.

 
Viðtal / Kári Viðarsson