Dregið var í gær í Maltbikar kvenna. Tvær úrvalsdeildarviðureignir verða í 13 liða úrslitunum þar sem að Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn og Breiðablik mætir grönnum sínum úr Haukum. Við heyrðum í stjörnuleikmanni Hauka, Helenu Sverrisdóttur varðandi þeirra viðureign.

 

Helena sagði viðureignina leggjast vel í sig, en það yrði hörku leikur. Að Breiðablik hafi unnið stóran sigur þegar að þær unnu Íslands og bikarmeistara Keflavíkur í síðustu umferð Dominos deildarinnar og væru því með fullt af sjálfstrausti.

 

Til þess að sigra leikinn sagði Helena Haukaliðið þurfa að spila góða vörn. Enn frekar sagði hún þær þurfa að leggja áherslu á að stöðva útlending þeirra.

 

Haukar farið afskaplega vel af stað þetta tímabilið. Ásamt Val eru þær einu taplausu lið Dominos deildarinnar. Varðandi þetta góða upphaf leiktíðar sagði Helena:

 

"Flott að vera búin að ná í þrjá sigra en við eigum mikið inni og þurfum að halda áfram að æfa vel og bæta okkur"

 

 

13 liða úrslit Maltbikarkeppni kvenna fer fram 4.-6. nóvember næstkomandi, en hægt er að liðin sem drógust saman í gær voru:

Þór Ak – Snæfell
Fjölnir – Skallagrímur
Breiðablik – Haukar
Grindavík – Keflavík
Njarðvík – Stjarnan

ÍR, Valur og KR sitja hjá