Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur áttust við með liðum sínum, Haukum og Val í kvöld en heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna. Helena hafði betur í systraslagnum en Haukar sigruðu Val 94-80 á Ásvöllum. Stjarna, Snæfell og Skallagrímur unnu sína leiki.

 

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslandsmeistara Keflavíkur óvænt í Ásgarði 94-80. Snæfell sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni og Skallagrímur sigraði Breiðablik í Borgarnesi.

 

Mynd: Axel Finnur Gylfason