Fjórða umferð Pro A deildarinnar í Frakklandi fór fram um helgina. Tveir Íslendingar leika í deildinni og náðu þeir báðir í sigur í þessari umferð. 

 

Martin Hermannsson var meðal bestu manna Chalon/Reims er liðið vann vann sinn annan sigur í deildinni. Martin var með 16 stig, 8 fráköst og fjórar stoðsendingar á 32 mínútum í leiknum. 

 

Cholet náði loksins í sigur í deildinni en Haukur Helgi Pálsson leikur með liðinu. Hann spilaði 19 mínútur og var með 13 stig, eitt frákast og tvær stoðsendingar. Cholet kom sér þar með af botni deildarinnar með sigrinum. 

 

Cholet mætir liði Monaco næstu helgi en Monaco hefur farið virkilega vel af stað í deildinni og eru með sterkt lið. Martin og félagar í Reims mæta svo Boulazac sem er enn án sigurs í deildinni.