Haukar tóku á móti Njarðvík í Dominos deild kvenna. Leikið var í annari umferð þar sem liðin tvö náðu ólíkum úrslitum í fyrstu umferð. Haukar unnu góðan heimasigur á Stjörnunni en Njarðvík tapaði á heimavelli gegn Skallagrím.

 

Leikurinn fór rólega af stað fyrir bæði lið en Haukar komust fljótlega yfir og þá var ekki aftur snúið. Haukar mættu enn sterkari til leiks í seinni hálfleik og hreinlega kaffærðu liði Njarðvíkur sem gekk nákvæmlega ekkert að koma boltanum í körfuna. 

 

Haukar unnu að lokum stór sigur 69-28 á Njarðvík og ljóst að erfiður vetur er framundan hjá Njarðvík. Erlendi leikmaður Njarðvíkur Erika Williams var stigahæst en framlag hennar var þrátt fyrir það ekki nægilega gott. Haukar gátu leyft sér að hvíla Helenu Sverrisdóttir og erlendan leikmann meirihluta fjórða leikhluta en allir leikmenn liðsins utan einn setti stig á töfluna. 

 

Njarðvík leitar því enn að sínum fyrsta sigri en liðið mætir Stjörnunni á útivelli í næsta leik. Haukar aftur á móti er á toppnum ásamt Val eftir leik dagsins og líta vel út fyrir komandi tímabil. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins (Axel Finnur Gylfason)