Snæfell og Haukar mættust í Hólminum og búist var við hörkuleik. Snæfellshópurinn skipaður 8 leikmönnum og í þynnra lagi. Haukar unnu vel í þriðja leikhluta og lögðu í raun grunnin að sigrinum þrátt fyrir að vera komnar á hálan ís undir lokin þar sem Snæfell hefði hæglega getað stolið þessu. Haukar héldu velli og lokatölur 72-76.

 

Leikurinn var jafn og liðin skiptust á skorpum. Í fyrsta hluta komust Haukar í sjö stiga forystu 7-14 og Helena með 9 stig en Snæfell náðu þeim 15-14 áður en Haukar komust í 15-23 en staðan eftir fyrsta hluta 19-23. Það var frekar að Haukar tækju forystuna á köflum og Snæfell ynnu hana upp en heilt yfir var leikurinn jafn og lítið bar í milli. Staðan í hálfleik 42-46.

Snæfell þurftu að hífa sig upp í baráttunni um boltan og voru undir 19/11 í frákastabaráttunni. Kristen McCarthy hafði skorað 19 stig fyrir Snæfell og Helena Sverrisdóttir 13 stig.

 

Snæfell byrjuðu sterkt og litu vel út á fyrstu sekúndum þriðja hluta en eftir að hafa jafnað 46-46 refsuðu Haukar þeim illa og komust gestirnir yfir aftur 46-55 og tóku öll fráköst á meðan Snæfell hittu illa. Dýrfinna Arnardóttir hitti úr svakalegum skotum og hélt Haukum við efnið með 10 stiga forystu 51-61. Liðin voru bæði ansi mistæk og leikurinn þungur í framkvæmd á köflum. Haukar leiddu 51-63 fyrir þann fjórða. Snæfell sóttu mjög hægt í sig veðrið og undir lokin voru þær undir 67-72 og virtust vera að falla á tíma þegar Kristen smellti einum þrist og staðan 70-72 þegar 23 sek voru eftir. Snæfell komust ekki lengra með að senda Helenu í tvígang á línuna þar sem hún kláraði sín skot og Haukar uppskáru sigur 72-76.

 

Þáttaskil

Þriðji leikhluti fór með Snæfell og áhlaup Hauka of mikið til að þær gætu leiðrétt það svo vel væri en leikhlutinn fór 9-21 fyrir Hauka og þó fjórði leikhluti færi eins nema nú fyrir Snæfell þá var það orkan sem þurfti til að klára leikinn ekki næg til loka.

 

Tölurnar tala

Fráköstin áttu Haukar 44 gegn 31 Snæfells. Einnig stoðsendingar 22 gegn 15 og þó Haukar töpuðu boltanum 20 sinnum þá færðu Snæfellingar sér það í nyt í fjórða hluta en of seint. Kristen McCarthy skoraði 38 stig tók 10 fráköst og stal boltanum 10 sinnum og ætti hetjuskapinn skilin fyrir baráttu. Berglind og María komu henni næst með 9 stig hvor. Helena Sverrisdóttir stýrði sínu liði vel og endaði með 25 stig og 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Cherise Daniel var að spila feiknar vel með 15 stig 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta og fær hetjuna fyrir að skella inn þessum góðu tölum. Rósa Björk var á eftir þeim með 12 stig og 6 fráköst.

 

Myndasafn

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson