Fyrsta umferð Dominos deildar kvenna fór fram með fjórum leikjum í kvöld. Í Hafnarfirði tóku Haukar á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni. Haukum var spáð öðru sæti deildarinnar fyrir tímabilið en Stjörnunni því sjötta. 

 

Þrátt fyrir að liðin hafi verið nokkuð jöfn framan af náðu Haukar fljótt forystu og leiddi allan tímann. Stjarnan náði fínu áhlaupi í fjórða leikhluta þar sem munurinn var minnst 5 stig. Það reyndist að lokum of orkufrekt að elta allan leikinn og náðu Haukar að landa sigri að lokum 73-66. 

 

Hjá Haukum var Cherise Daniel stigahæst með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum, Rósa Björk Pétursdóttir var einnig mjög sterk með 16 stig og 10 fráköst auk þess sem Helena Sverrisdóttir var drjúg. 

 

Sylvía Rún Hálfdánardóttir sneri aftur í Dominos deildina og lék sinn fyrsta leik í endurkomunni gegn uppeldisfélagi sínu í Haukum. Hún ásamt Danielle Rodriquez var stigahæst í liðinu með 16 stig. 

 

Önnur umferð Dominos deildar kvenna fer fram næstkomandi laugardag. Þar fá Haukar Njarðvík í heimsókn og í Garðabæ tekur Stjarnan á móti Breiðablik.

 

Tölfræði leiksins. 

 

Myndasafn (Bára Dröfn)

 

 

Haukar-Stjarnan 73-66 (25-15, 9-12, 21-18, 18-21)

Haukar: Cherise Michelle Daniel 18/10 fráköst/8 sto?sendingar, Helena Sverrisdóttir 17/14 fráköst/6 sto?sendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 16/10 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 13/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/4 fráköst, 

Stjarnan: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 16/8 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/6 fráköst/5 sto?sendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Har?ardóttir 3, María Lind Sigur?ardóttir 2/11 fráköst,