ÍA og Hamar mættust í kvöld á Akranesi.  Þetta var fyrsti leikur tímabilsins hjá gestunum frá Hveragerði en annar leikur ÍA en liðið tapaði naumlega á móti Fjölni á útivelli síðastliðið föstudagskvöld.

 

Í spám fyrir tímabilið bar þeim flestum saman um að niðurstaðan fyrir ÍA væri  7.-8. sæti.  Spár varðandi hlutskipti Hamars voru ekki jafn samræmdar en þeim var spáð frá 4.-8. sæti. 

 

Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi en lokatölur leiksins voru 72 – 76 fyrir Hamar.

 

Fullt af allskonar fyrir áhorfendur, sem voru fjölmargir í kvöld.  Gefur góð fyrirheit hjá Akurnesingum af hafa svona marga á pöllunum – vel gert.

 

Hví fór sem fór?

 

Mikið jafnræði var með liðunum í kvöld, eins og áður sagði, og nánast hægt að segja að það hafi verið jafnt allan leikinn.  Það sem skar úr um hvernig fór var síðasta mínúta leiksins en staðan var 72 – 72 þegar síðasta mínútan fór í gang.  Hamarsmenn notuðu þessa mínútu mun betur en ÍA, skoraði 4 stig á móti engu stigi heimamanna.

 

Tölur til að tala um

 

Turnarnir tveir hjá ÍA, Jón Orri og Fannar voru virkilega sterkir í tölfræði kvöldsins en þeir voru báðir með tvöfalda tvennu.  Jón Orri með 16 stig og 14 fráköst og framlagshæstur í liðinu með 26 framlagsstig.  Rannar var með 19 stig og 10 fráköst og næst framlagshæstur með 19 framlagsstig.  En stigahæstur hjá ÍA var Derek Shouse með 20 stig.

Hjá Hamri Julian Nelson stigahæstur, og reyndar stighæstur á vellinum, með 29 stig og hitti úr 3 af 4 þriggjastigaskotum sínum í leiknum.  Einnig var hann framlagshæstur Hamarsmanna með 23 framlagsstig.

 

Nánari tölfræði úr leiknum má nálgast hér: 

 

Augnablikið

 

Í stað þess að velja mann leiksins verður hér valið augnablik leiksins.  Og fyrir valinu er, síðasta mínútan. 

 

 

Hvað þýðir þetta og hvað næst?

 

Þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem er, en datt Hamarsmegin.  ÍA eru því stigalausir eftir tvær umferðir en geta þó gengið beinir í baki frá þessum tveimur tapleikjum.Hamarsmenn eru með fullt hús stiga og það meiga vel við una.

 

Næstu verkefni þessara liða eru Maltbikarleikur hjá ÍA á móti Hetti á meðan Hamarsmenn mæta Skallagrími í deildinni.  Báðir leikirnir fara fram föstudaginn 13. Nánari upplýsingar má örugglega finna með því að google-a “Föstudagurinn þrettándi”

 

Texti: HGH

Mynd: Jónas H. Ottósson