Leikjum kvöldsins er lokið en fjórir leikir fóru fram í efstu deildum karla og kvenna. Í Grindavík fór fram suðurstrandarslagurinn þar sem heimamenn unnu Þór Þ eftir háspennu leik þar sem framlengt var. 

 

Vesturlandsslagurinn fór fram í Borgarnesi en þar vann Snæfell góðan sigur er Kristen McCarthy var með heil 53 stig. Skallagrímur vann fyrr um daginn Fjölni í 1. deild karla og ÍA tapaði fyrir Hamri á heimavelli. 

 

Frekar verður fjallað um leiki kvöldsins síðar í kvöld á Karfan.is.

 

Úrslit dagsins: 

 

Dominos deild karla: 

 

Grindavík 106-105 Þór Þ (eftir framlengingu)

 

Dominos deild kvenna:

 

Skallagrímur 73-84 Snæfell 

 

1. deild karla:

 

Skallagrímur 85-63 Fjölnir

ÍA 72-76 Hamar