Gnúpverjar sigruðu í kvöld sinn annan leik í röð í 1. deild karla þegar þeir unnu FSu í Iðu á Selfossi, 96-87. Gnúpverjar voru yfir nánast allan leikinn. Eftir fyrsta leiddu þeir með 7 stigum, 19-12, en þegar í hálfleik var komið höfðu þeir aukið við forystuna í 11 stig, 45-34.

 

FSu mætti þó aðeins betur til seinni hálfleiksins og voru komnir með muninn niður í 2 stig fyrir lokaleikhlutann, 64-66. Gnúpverjar settu þá aftur í gírinn og kláruðu leikinn með 9 stiga sigri, 96-87.

 

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Ari Gylfason með 27 stig og 11 fráköst á meðan að fyrir Gnúpverja var það Everage Richardson sem dróg vagninn með 47 stigum og 7 fráköstum.

 

Tölfræði leiks