Georgía Olga Kristiansen verður á fimmtudaginn fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild karla í sögunni. Hún mun dæma leik Vals og Tindastóls í Valshöllinni á fimmtudagskvöldið kl 18:00. Það er mbl.is sem greinir frá þessu. 

 

Georgía hefur dæmt í efstu deild kvenna frá 2006 en sama ár dæmdi hún í neðri deildum karla og bikarkeppni. Einnig var hún meðal íslenskra dómara á Norðurlandamóti yngri flokka í Finnlandi í sumar. 

 

Meðdómarar hennar í þessum fyrsta leik í efstu deild karla eru Leifur Garðarsson og Jón Guðmundsson. Það er því sögulegur viðburður sem á sér stað í Íslenskum körfubolta næstkomandi fimmtudag.