Skallagrímur tók á móti Breiðablik í fjórðu umferð Dominos deildar kvenna í kvöld í Borgarnesi. Bæði lið voru með einn sigur á bakinu og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í sigur til að ná sjálfstraustinu af stað. Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

 

Punktar……

  • Fjósið, Borgarnesi. 18.október. 2017. 
  • Skallagrímur-Breiðablik. Dominos deild kvenna.
  • Dómarar leiksins:  Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson og Aðalsteinn Hrafnkelsson. Eðal piltar að dæma þennan leik.
  • Skallagrímur tapaði í Fjósinu í sínum síðasta heimaleik.
  • Breiðablik sigraði hins vegar sinn síðasta heimaleik gegn Íslandsmeisturum Keflavík.
  • Byrjunarlið kvöldsins: 

 

Skallagrímur: Carmen-Sigrún-Guðrún-Jóhanna-Heiðrún.

Breiðablik: Auður-Telma-Isabella-Sóllilja-Ivory.

  • Fanney Lind er ekki með Skallagrím eftir að hafa fengið allsvaðalegt höfuðhögg í síðasta leik gegn Val.

 

1.leikhluti:

 

Heiðrún Harpa opnar leikinn á hraðaupphlaups-sniðskoti og hendir svo niður hliðarlínu stökkskoti. Hraðinn er mikill, tapaðir boltar og erfið skot litu dagsins ljós. 

Frænkurnar Heiðrún og Sigrún voru að fara fyrir liði Skallagríms en hjá Breiðablik var hitnin ekki upp á marga fiska(4/16) og nokkrir tapaðir boltar(5) litu dagsins ljós. Undir lok leikhlutans fengu þær Ivory hjá Breiðablik sína aðra villu og Carmen hjá Skallagrím einnig. 

Staðan eftir 1.leikhluta: 23-12.

 

2. leikhluti:

Isabella opnar leikhlutan fyrir Breiðablik. Skallagrímur var ekki að spila eins samfærandi  og í fyrsta leikhluta og Breiðablik gekk á lagið. Carmen fékk sína 3 villu snemma í leikhlutanum og við það virtist sem auka kraftur kom í lið Breiðabliks. Leikgleði og stemming var Blika megin. Þær byrjuðu að pressa á Skallagrím og töpuðu Skallagrímur 7 boltum í 2.leikhluta. Breiðablik vann 2.leikhlutan 12-20. 

Staðan í hálfleik 35-32.

 

Tölfræði í hálfleik.

Skallagrímur. Skotnýting 16/40-32 fráköst-13 tapðir boltar.

Sigrún: 12 stig-6 fráköst-3 stoðsendingar. Carmen: 8 stig-10 fráköst-2 stoðsendingar. Jóhanna: 6 stig-7 fráköst.

Breiðablik. Skotnýting 13/40-23 fráköst-8 tapaðir.

Ivory: 12 stig-5 fráköst-4 stoðsendingar. Isabella: 6 stig-3 fráköst-3 varin skot. Telma: 6 stig-6 fráköst.

 

3. leikhluti.

Það hefur verið hálfleiks ræðan sem hefur kveikt í Skallagrími í byrjun þriðja leikhluta. Byrjuðu að dæla boltanum niður á blokkina og Sigrún og Carmen fengu opin og auðveld skot. Hjá Blikum var það Ivoty og Sóllilja sem fór fyrir þeim hópi. Sóllilja skellti í einn frá ‘’Kveldúlfsgötu’’ og kom muninum í 45-40. En Sigrún fer þá í gang og skellir í 6 stig í röð. Liðin skiptust á körfum en Skallagrímur kláraði leikhlutan og staðan fyrir síðasta 56-48.

 

4.leikhluti

Carmen smellir niður sniðskoti og muninum upp í 10 stig þegar 7 mín eru eftir, 60-50. Carmen setur svo í 62-52 en þá kemur Auður með einn frá Kveldúlfsgötunni og breytir í 62-55. En Jóhanna kemur svo með laglegt sniðskot, 64-55. Fjósið sprakk svo þegar að Heiðrún smelti í einn frá Berugötunni frægu og voru nú liðinn að skiptast á körfum. Skallagrímur nær svo 72-61 og Heiðrún smellir í annan frá Berugötunni og kemur stöðunni í 74-61 og 3 mín eftir. Breiðablik reynda að ná þessum mun en tíminn var of knappur.

Lokatölur 78-69 fyrir Skallagrím.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Skallagrímur tók 55 fráköst í leiknum gegn 41 hjá Breiðablik

 

Hetjan:

 

Frænkurnar. Heiðrún Harpa setti niður MJÖG stór skot í lok leiks og sylgdi þessu heim fyrir Skallagrím. Endaði með 14 stig. Sigrún Sjöfn endaði með 19 stig-10 fráköst og 10 stoðsendingar.

Breiðablik kom þessu í leik í 2 leikhluta. Var með baráttu og leikgleði að vopni en hún koðnaði niður smátt og smátt.  

Skallagrímur spilaði þrjá leikhluta vel. Fengur flott framlög frá mörgum leikmönnum og ekki má gleyma Jóhönnu Björk sem setti 19 stig og dró niður 10 fráköst.

UPP OG ÁFRAM!!!

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn Ragnarsson)

 

Viðtöl eftir leik: 

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Ingi Gunnarsson 

 

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson