Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Blake Griffin hélt LA Clippers hreinum með sigurkörfu gegn Portland í spennuslag.

Griffin var líka stigahæstur Clippers í nótt með 25 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar en Clippers voru 103-101 undir þegar liðlega 5 sekúndur lifðu leiks. Griffin fékk boltann og vippaði sér upp í þrist og tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu, lokatölur 103-104 Clippers í vil sem byrja tímabilið 4-0, sjá myndband að neðan af sigurkörfunni:
 

Önnur úrslit næturinnar:

Chicago 91-86 Atlanta
Memphis 96-91 Dallas
Milwaukee 89-96 Boston
Sacramento 106-114 New Orleans

Mynd/ Blake Griffin hefur fremur verið þekktur fyrir tilþrif í háloftunum heldur en flautuþrista en hann splæsti í slíkan í nótt.