Nýliðar Gnúpverja unnu í gær sinn fyrsta sigur í 1. deild karla frá upphafi er Skagamenn komu í heimsókn í Fagralund þar sem Gnúpverjar leika sína leiki. 

 

ÍA var með undirtökin framan af leik og leiddu lungann úr leiknum. Gnúpverjar sigu framúr þegar fjórar mínútur voru eftir og náðu á mestu forystu sem liðið náði í leiknum eða 4 stig, 73-69. Liðið knúði svo fram sigurinn í lokin eftir æsilegar lokasekúndur en Þórir Sigvaldason skoraði risastóra þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir sem sigldi sigrinum heim fyrir Gnúpverja. 

 

Everage Richardsson leikmaður Gnúpverja átti frábæran leik og var með 37 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Garðar Pálmi var einnig sterkur auk þess sem Bjarki Rúnar Kristinnson átti flotta innkomu af bekknum. Hjá ÍA var Ármann Vilbergs stigahæstur með 21 stig en Derek Shouse var með 19 stig og 13 fráköst. 

 

Gnúpverjar sem komu í 1. deild fyrr þetta tímabil hafa komist upp um tvær deildir á síðustu árum og lengdu sögubækur sínar heldur betur með þessum fyrsta sigri. ÍA aftur á móti leitar enn að sínum fyrsta sigri í 1. deildinni, liðið hefur leikið við þrjú af liðum sem spáð var í neðri hluta deildarinnar og niðurstaðan þrjú töp. 

 

 

Gnúpverjar-ÍA 83-80 (18-24, 19-17, 20-18, 26-21)

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 37/7 fráköst/5 stolnir, Gar?ar Pálmi Bjarnason 10, Bjarki Rúnar Kristinnson 9, Hraunar Karl Gu?mundsson 6, Ægir Hreinn Bjarnason 6/5 fráköst/6 stolnir, Tómas Steindórsson 6/10 fráköst, Þórir Sigvaldason 5, Hamid Dicko 2, Eyþór Ellertsson 2, Hákon Már Bjarnason 0/4 fráköst, Ívar Örn Hákonarson 0, Svavar Geir Pálmarsson 0. 

 

ÍA: Ármann Örn Vilbergsson 21/4 fráköst, Derek Daniel Shouse 19/13 fráköst, Fannar Freyr Helgason 11/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 11/11 fráköst/5 sto?sendingar, Áskell Jónsson 9/5 fráköst, Jón Frímannsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 3/6 fráköst, Ómar Örn Helgason 0, Stefán Kaprasíus Gar?arsson 0, Axel Fannar Elvarsson 0, Pálmi Snær Hlynsson 0.