Evrópukeppnin Euroleague hefst annað kvöld með fimm leikjum. Bestu lið Evrópu leika í þessari stórskemmtilegu keppni sem öll lið vilja vinna. Tyrkneska liðið Fenerbache vann í fyrra þar sem Ekpe Udoh var valinn MVP mótsins. Hann hefur nú samið við Utah Jazz um að leika með liðnu á komandi tímabili. 

 

Slóveninn Luka Doncic fer af stað með Real Madrid á morgun gegn Efes Istanbul en Luka er mögulega á leið í sitt síðasta tímabil í Evrópu þar sem hann er talinn líklegur til að vera valinn í NBA nýliðavalið á komandi leiktíð. Vefsíðan Eurohoops setti saman stórskemmtilega kratfröðun (e. Power Ranking) fyrir liðin í keppninni sem má finna hér. 

 

Valencia er meðal þátttökuþjóða á mótinu í ár en Tryggvi Snær Hlinason er samningsbundinn liðinu. Óvíst er hvort hann fái tækifæri í þessari keppni. 

 

Fyrir körfuboltaþyrsta þá er hægt að kaupa áskrift af Euroleague á löglegan máta hér. Það kostar rúmlega 12 evrur á mánuði að sjá alla leiki í Euroleague og ekki hægt að missa af neinu. 

 

Nánar um leikina í fyrstu umferð má finna hér.