Samkvæmt frétt mbl.is hefur Stjarnan í Garðabæ verið að skoða það að semja við bandaríkjamanninn Stefan Bonneau. Bonneau lék síðast með Njarðvík hér á landi 2014-16,en á því tímabili sleit hann báðar hásinar sínar með stuttu millibili. Síðan þá hefur hann leikið í Danmörku.

 

Samkvæmt fréttinni vildi formaður Stjörnunnar ekki staðfesta komu leikmannsins til félagsins, en sagði þó að enginn leikmaður væri á förum. Sem ekki er hægt að skilja öðruvísi heldur en að ef að komu Stefan verði, þá muni hann spila sem annar erlendur leikmaður þeirra, þar sem að fyrir eru þeir með Colin Pryor innan sinna raða.

 

Ljóst er að spennandi verður að sjá hver lendingin verður í þessu og er það mikið gleðiefni að eitthvað lið á Íslandi sé, í það minnsta, að íhuga að semja við jafn skemmtilegan leikmann og Bonneau svo sannarlega er.

 

Tengt – Stefan Bonneau getur ennþá flogið