Þór Þ var spáð sjötta sætinu í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða í Dominos deild kvenna. Einar Árni Jóhannsson þjálfari liðsins var í viðtali við Sportþáttinn á FM Suðurlandi eftir að spáin var kunngjörð í fyrradag. 

 

Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Grindavík fær Þór Þ í heimsókn á föstudag en liðin mættust í átta liða úrslitum í fyrra. 

 

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þór Þ var gestur sportþáttarins á FM Suðurlandi þessa vikuna. Hann talaði um komandi tímabil, sigurinn í Meistari meistaranna og markmið liðsins. 

 

Viðtal Gests Einarssonar frá Hæli við Einar má finna í heild sinni hér að neðan. Sportþátturinn er í loftinu öll mánudagskvöld þar sem rætt er um íþróttir og meðal annars körfubolta. Þáttur sem engin íþróttaáhugamaður ætti að missa af.