Sjötta umferð Dominos deildar kvenna hefst í dag en í dag er einmitt kjördagur og því landsmenn nokkuð uppteknir við að kjósa til Alþingis. Það ætti þó ekki að trufla leikmenn en Domins deildin hefur farið frábærlega af stað. 

 

Liðunum sem var spáð efstu tveimur sætum deildarinnar mætast í Hafnarfirði í dag er Keflavík heimsækir Hauka. Nýliðaslagurinn fer fram í Njarðvík en heimakonur sem enn hafa ekki unnið sigur á tímabilinu mæta Breiðablik sem hafa komið nokkuð á óvart og unnið góða sigra. Í Stykkishólmi koma Valskonur í heimsókn. 

 

Alla leiki dagsins má finna hér að neðan en Karfan.is mun fjalla nánar um þá í dag. 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna: 

 

Haukar – Keflavík kl 16:30 í beinni á Haukar TV

Snæfell – Valur kl 16:30 

Njarðvík – Breiðablik kl 16.30 í beinni á Stöð 2 sport

 

1. deild kvenna: 

 

Grindavík – Þór Ak kl 16:45