Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Denver Nuggets

 

Heimavöllur: Pepsi Center

Þjálfari: Mike Malone

 

Helstu komur: Paul Millsap.

Helstu brottfarir: Danilo Gallinari.

 

 

 

Denver Nuggets rétt misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili og forráðamenn liðsins ákváðu að staðna ekki heldur reyna að taka skrefið áfram og það gerðu þeir með því að ná í stjörnuleikmanninn Paul Millsap. Það verður gaman að sjá hvort að þessi breyting treysti vörnina aðeins því sóknin þarf ekki mikið til þess að teljast frábær.

 

Styrkleikar liðsins eru virkilega góður sóknarleikur, stjörnuleikmennirnir þeirra 2 eru báðir þekktir fyrir að vera óeigingjarnir og svo eru leikmenn eins og Gary Harris, Jamal Murray og Will Barton virkilega góðir á sínum degi og geta strítt hvaða liði sem er. Þjálfarinn Mike Malone er flottur og liðið er fullt sjálfstraust eftir fínt tímabil í fyrra.

 

Veikleikar liðsins eru varnarleikurinn, sem var vægast sagt vondur í fyrra en Denver menn vonast til þess koma Paul Millsap muni hjálpa til þar. Lykilmenn í liðinu eru líka reynslulitlir og breiddin er ekki frábær. Emmanuel Mudiay virðist ekki vera NBA leikstjórnandi og var sennilega einn versti leikmaður deildarinnar í fyrra.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Jamal Murray
Gary Harris
Wilson Chandler
Paul Millsap
Nikola Jokic

 

 

Fylgstu með: Nikola Jokic. Jókerinn skemmtir okkur öllum með skemmtilegum sendingum og huggulegum körfum.

Gamlinginn: Richard Jefferson er mættur á svæðið heldur í útbrunnari kantinum. Mun samt sennilega henda í 1 og 1 þrist úr horninu og jafnvel troða boltanum öðru hverju.

 

 

Spáin: 49–33 – 6. sæti  

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7. Portland Trailblazers

6. Denver Nuggets

5.

4.

3.

2.

1.