Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Dallas Mavericks

 

Heimavöllur: American Airlines Center

Þjálfari: Rick Carlisle

 

Helstu komur: Dennis Smith Jr., Josh McRoberts.

Helstu brottfarir: Enginn

 

 

Dallas hafa í gegnum árin verið eitt af stabílustu liðum deildarinnar. Þarna virðist allt vera gert rétt og það er alltaf fín stemmning í kringum liðið, þrátt fyrir að það sé lélegt. Eins og það verður í vetur. Mark Cuben ere inn af áhugaverðustu eigendum NBA og ég verð hissa ef það verða ekki tekin skref strax í vetur til þess að verða betri.

 

Styrkleikar liðsins felast til að mynda í þessum kúltúr, frábærum þjálfari í Rick Carlisle og svo eru þarna reynslumiklir leikmenn sem hafa unnið marga leiki á sínum ferli. Liðið er alltaf vel rútínerað og allir munu þekkja sín hlutverk. Dennis Smith er mjög spennandi nýliði og það er alltaf gaman að fylgjast með regnbogaskotunum hans Dirk Nowitzki.

 

Veikleikar liðsins eru einfaldlega skortur á gæðum. Þeirra besti leikmaður um þessar mundir er Harrison Barnes og það kann ekki góðri lukku að stýra. Með Dirk Nowitzki í miðjunni þá verður varnarleikurinn vandamál og Nerlens Noel mun þurfa að bakka hann upp, held að mínútunum hans Nerlens fjölgi hratt í vetur.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Dennis Smith Jr.
Wes Matthews
Dorian Finney-Smith
Harrison Barnes
Dirk Nowitzki

 

 

Fylgstu með: Dennis Smith Jr. er virkilega spennandi nýliði og mun líklega verða í baráttunni um nýliða ársins.  

Gamlinginn: Dirk Nowitzki(39) mun heiðra okkur með nærveru sinni í allavega einn vetur enn. Um að gera að njóta.

 

 

Spáin: 24–58 – 13. sæti

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12.

11.

10.

9.

8.

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.