Aga og úrskurðanefnd tók fyrir mál leikmanns Grindavíkur, Dags Kár Jónssonar í gær. Var hann dæmdur í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik liðsins gegn Haukum þann 12. síðastliðinn í Dominos deildinni, en þá var hann rekinn út úr húsi.

 

Dagur verður því ekki með Grindavík, sem mætir Keflavík í TM Höllinni kl. 19:15 í kvöld. Munar um minna fyrir liðið, en það sem af er vetri hefur Dagur skilað 13 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.