Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

Charlotte Hornets

 

 

Heimavöllur: Spectrum Center

Þjálfari: Steve Clifford

 

Helstu komur: Dwight Howard, Malik Monk.

Helstu brottfarir: Marco Belinelli, Miles Plumlee.

 

 

Charlotte Hornets er ekki áhugaverðasta lið í heiminum. Þeir eru hins vegar vel rútíneraðir og með gott byrjunarlið, spennandi nýliða og góðan þjálfara sem er búinn að sanna sig í deildinni. Þeir spiluðu kannski heldur undir getu á síðasta tímabili og voru í vandræðum með meiðsli.

 

Styrkleikar liðsins eru þeir að lykilmenn eru búnir að spila saman í nokkur ár. Kemba Walker og Dwight Howard eru á pappír leikmenn sem gætu hjálpað hvor öðrum og svo er Nicolas Batum virkilga góður leikmaður. Það er ágætis breidd í stóru manna stöðunum. Liðin hans Steve Clifford eru svo alltaf sterk varnarlega og eru ekki líklegir til þess að gera mikið af mistökum þeim megin á vellinum.

 

Veikleikarnir eru lítil breidd og skortur á afgerandi leikmönnum, Dwight Howard er ekki afgerandi lengur og Kemba Walker átti betra tímabil fyrir 2 árum heldur en í fyrra. Nicolas Batum er rétt yfir meðallagi í öllum þáttum leiksins og Michael Kidd Gilchrist getur ekki spilað sókn. Ég á líka erfitt með að sjá hvernig sóknin á að vera góð án þess að vera með góðar skyttur.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Kemba Walker
Michael Kidd Gilchrist
Nicolas Batum
Marvin Williams
Dwight Howard

 

 

Fylgstu með: Dwight Howard. Það er alltaf party að fylgjast með Dwight, hvað mun það taka marga leiki fyrir hann að fara í fýlu? Hversu full verður hann þegar að Cody Zeller tekur byrjunarliðssætið af honum.   

Gamlinginn: Marvin Williams (31) er ennþá þekktastur fyrir að vera tekin á undan Chris Paul og Deron Williams í nýliðavalinu 2005. Kannski mun hann eiga 4ða endurkomutímabilið sitt.   

 

 

Spáin: 39–43 – 7. sæti   

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7. Charlotte Hornets

6.

5.

4.

3.

2.

1.