Nýr erlendur leikmaður Keflavíkur, bandaríkjamaðurinn Cameron Forte, verður með liðinu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn Val kl. 19:15 í TM Höllinni kvöld. Einhverjar sögusagnir höfðu verið uppi með hvort að leikmaðurinn yrði kominn með leikheimild með liðinu fyrir leikinn. Þá tók sjóvarpsþátturinn Körfuboltakvöld djúpt í árina og fullyrti að leikmaðurinn yrði ekki með í þessum fyrsta leik. Samkvæmt formanni Keflavíkur var það ekki rétt og mun leikmaðurinn verða með í kvöld.