Dregið var í gær í Maltbikar kvenna. Tvær úrvalsdeildarviðureignir verða í 13 liða úrslitunum þar sem að Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn og Breiðablik mætir grönnum sínum úr Haukum. Við heyrðum í leikstjórnanda Breiðabliks, Auði Írisi Ólafsdóttur varðandi þeirra viðureign, en hún lék áður með Hafnafjarðarfélaginu.

 

 

Varðandi viðureignina sagði Auður:

 

"Mér líst mjög vel á þetta, þykir alltaf vænt um Haukana og það verður skemmtilegt að spila á móti þeim. Þær eru hörkugóðar svo þetta verður krefjandi leikur. Þetta verður góður leikur!"

 

Til þess að sigra leikinn sagði hún þær þurfa að spila góða vörn og taka nóg af fráköstum. Að Haukaliðið væri með töluvert meiri reynslu í bland við þær ungu stelpur sem væru að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu.

 

Fyrir tímbilið var Breiðablik ekki spáð neitt sérstöku gengi, en þær blésu all hressilega á þá vitleysu með góðum sigri gegn Íslands og bikarmeisturum Keflavíkur í síðustu umferð Dominos deildarinnar. Auður segir tímabilið fara fínt af stað hjá þeim og að allur hópurinn hafi verið saman í markvissum styrktaræfingum í sumar. Segir hún enn frekar að:

"Við erum "underdogs" i deildinni svo það er engin pressa á okkur. Eina sem skiptir okkur máli erum við liðið og Breiðabliksfjölskyldan. Við sýndum það um daginn að við getum stritt stóru liðunum ansi vel. Þetta verður skemmtilegt tímabil og ætlum við að verða betri með hverjum leiknum."

 

 

13 liða úrslit Maltbikarkeppni kvenna fer fram 4.-6. nóvember næstkomandi, en hægt er að liðin sem drógust saman í gær voru:

Þór Ak – Snæfell
Fjölnir – Skallagrímur
Breiðablik – Haukar
Grindavík – Keflavík
Njarðvík – Stjarnan

ÍR, Valur og KR sitja hjá.