Auður Íris Ólafsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir sigur gegn Haukum

 

Hvað fannst þér vinna leikinn í kvöld?

Það var bara liðsvörnin, við settum upp leikinn með því að spila vörn og svo duttu skotin hjá okkur öllum, við vorum með góða skotnýtingu í heildina. Við vorum að fá opin skot og við bara negldum þeim niður.

Það virtust allar vera í góðu stuði í kvöld, framlag frá öllum. Geturðu talað aðeins um liðsheildina? 

Það er bara geggjaður mórall í liðinu. Það er alveg sama hver gerir hvað, allar á bekknum brjálaðar eins og sést og það er bara ógeðslega mikil gleði hjá okkur yfir heildina.

Er ekki pínu sætt að vinna gamla góða Haukaliðið þitt?

Það er mjög sætt, mjög sætt. Nú er hjartað að verða grænt þannig að það er gott að vinna rauða Haukahjartað.

Næsti leikur er á móti Njarðvík, hvernig líst þér á þann leik?

Bara mjög vel, við þurfum að mæta tilbúnar í það. Það er búið að spá okkur 7. og 8. sæti þannig að við þurfum að slátra þeim.